Námskeið fyrir Virk starfsendurhæfingu

Um þessar mundir er Kristín Linda að halda tvö fullbókuð námskeið fyrir Virk starfsendurhæfingu. Hún hefur haldið námskeið fyrir þá sem sækja þjónustu Virk til starfsendurhæfingar í töluverðan tíma og hafa þau reynst afar gagnleg.

Námskeið fyrir Virk starfsendurhæfingu

Um þessar mundir er Kristín Linda að halda tvö fullbókuð námskeið fyrir Virk starfsendurhæfingu. Hún hefur haldið námskeið fyrir þá sem sækja þjónustu Virk til starfsendurhæfingar í tölverðan tíma og hafa þau reynst afar gagnleg.

Um er að ræða tvennskonar námskeið sem hvert um sig standa yfir í nokkrar vikur. Annarsvegar námskeið fyrir þá sem eru að hefja starfsendurhæfingu og nefnist það: Svona gerum við, árangursríkt dagskipulag í starfsendurhæfingu. Hitt námskeiðið er ætlað þeim sem eru um að bil að ljúka starfsendurhæfingu og eru að snúa sér að atvinnuleit eða halda til starfa á ný. Það heitir: Látum þetta ganga vel, í atvinnuleit eða til starfa á ný. Bæði námskeiðin eru einöngu fyrir konur 40 ára og eldri.

Það er skemmst frá því að segja að þessi námskeið hafa verið vinsæl og fengið frábærar umsagnir enda afar hagnýt og skemmtileg en byggð á traustum vísindalegum sálfræðigrunni. Allar konur 40 ára og eldri sem eru að sækja sér starfsendurhæfingu í gegnum Virk geta óskað eftir því við sinn ráðgjafa að fá að sækja námskeið Kristínar Lindu sálfræðins hjá Huglind.

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top