Utanlandsferðir

Kvennaferðir erlendis og hópar

SAMSTARF VIÐ SKOTGÖNGU – Haustið 2018 hóf Kristín Linda samstarf við Ingu Geirsdóttur ferðaskipuleggjanda og fararstjóra. Inga sem er frá Eskifirði býr í Skotlandi og á og rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtækið Skotgöngu sem stofnað var árið 2006. 

Nánar á skotganga.co.uk

Um kvennaferðir erlendis og hópa

SPÁNN – GANGA OG SJÁLFSRÆKT – Kvennaferðir Kristínar Lindu og Ingu Geirs á Tenerife og Albír á Alicante á Spáni hafa reynst einstakar og fengið frábær meðmæli. Um er að ræða vikuferðir fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá. Inga sér um fararstjórn, skoðunarferðir og gönguferðir. Kristín Linda heldur sín vinsælu uppbyggjandi lífsgæðanámskeið sem eru bæði hagnýt og skemmtileg.

ÆVINTÝRI Á TENERIFE – NJÓTUM LÍFSINS Á ALBÍR: Vikuferðir ýmist til Albír eða Tenerife sem hlotið hafa frábær meðmæli. Stakar konur eru sérstaklega velkomnar og hafa notið þess að vera í velskipulagðir ferð með uppbyggjandi dagskrá en ferðirnar eru líka kjörnar fyrir vinkonur. Farnar hafa verið 12 fullbókaðar ferðir á fimm árum þrátt fyrir Covid árin sem segir sannarlega sitt um vinsældir ferðanna. Yfir 300 konur hafa nú þegar nýtt sér þessa dagskrá og margar komið aftur og aftur sem segir sína sögu!

LISTIN AÐ LIFA – Lífsgæðanámskeið Kristínar Lindu: Stefnumótun, vellíðan, hamingja og heilsusamlegan lífsstíl í einkalífi og starfi sem haldin eru í ferðunum hafa reynst afar hagnýt og skemmtileg. Námskeiðin eru byggt á sálfræðilegri þekkingu, hugrænni atferlismeðferð, jákvæðri sálfræði, núvitund og ACT samkenndar stefnumótunar sálfræði og er bæði hagnýtt og öflugt og jákvætt og skemmtilegt.

STARFSÞRÓUNAR – ENDURMENNTUNAR OG SJÁLFSEFLINGARFERÐIR fyrir starfsfólk skóla og annarra stofnana og fyrirtækja. Kristín Linda og Inga Geirs taka að sér endurmenntunar, námskeiðsferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki og hafa reynslu af því að skipuleggja sjálfseflingar og starfsþróunarnámsferðir fyrir starfsfólk skóla. Boðið er upp á klæðskerasniðið námskeið og ferð eftir óskum hvers hóps fyrir sig þar sem sótt er í gagnabanka, reynslu og þekkingu Kristínar Lindu og Ingu Geirs. Sjá nánar: Námsferðir og vinnustaðir.

Það er heillandi að rækta sjálfa sig ævina á enda.

Scroll to Top