Fyrirlestrar / Námskeið

Námskeið og vinnustofur

Kristín Linda heldur námskeið og vinnustofur bæði hérlendis og erlendis sem byggja á sálfræðilegum grunni og snúa að líðan, lífsgæðum, heilsu og hamingju fólks.

Um námskeið og vinnustofur

Lögð er áhersla á að námskeiðin og vinnustofurnar séu fagleg og hagnýt en líka á léttu nótunum. Kristín Linda hefur lag á að slá á létta strengi, koma með nærtæk og skemmtileg dæmi og setja fram skýra hagnýta punkta sem nýtast beint í eigin lífi og starfi. Tíminn er nýttur sem best bæði til að leggja inn fræðslu, þekkingu og aðferðir og til virkrar þátttöku þeirra sem í hlut eiga í hópvinnu, paravinnu og samræður. Ávallt er skipulagt og unnið í samstarfi við þann sem stendur fyrir námskeiðinu eða vinnustofunni.

Kristín Linda tekur að sér allt frá styttri vinnustofum, tvær til fjórar klukkustundir til námskeiða sem telja mörg skipti og klukkutíma og námskeiða erlendis sem eru í eins marga daga og óskað er eftir. Sjá fyrirlestra sé óskað eftir skemmri tíma. Sjá kvenna og námsferðir erlendis ef við á.

Meðal námskeiða sem Kristín Linda hefur haldið undanfarin ár eru:

Meðal þeirra sem hafa valið að fá fyrirlestur frá Kristínu Lindu má nefna: Grunnskóla, framhaldsskóla, ríkisstofnanir, starfsgreinafélög, áhugamannafélög og landssamtök.

Það er heillandi að rækta sjálfa sig ævina á enda.

Scroll to Top