Sálfræðiþjónusta

Panta tíma og fyrirkomulag

Fólk leitar til sálfræðinga af mismunandi ástæðum. Sálfræðingar eru tilbúnir til að taka vel á móti öllum veita ráð, hjálp, stuðning og meðferð. Í fyrstu er nauðsynlegt að afla upplýsinga, meta stöðuna og fara yfir væntingar, þarfir og markmið.

Að panta tíma og fyrirkomulag

Kristín Linda sálfræðingur veitir öllum eldri en 20 ára sálfræðiþjónustu en hefur þó sérstaka reynslu af því að sinna þeim sem eru 40 ára og eldri. Hún býður bæði upp á sálfræðiþjónustu á sálfræðistofu sinni, Huglind í Reykjavík, og með fjarviðtölum í gegnum vefsvæðið Kara Connect.com Kristín Linda leggur áherslu á að mæta hverjum og einum þar sem þörfin er mest hverju sinni. Vinna með þá atburði, vanda og áskoranir sem sá sem til hennar leitar telur mest knýjandi á þeim tíma og veita faglega, hagnýta, raunhæfa, heilsubætandi og valdeflandi hjálp og bjargráð.

Tímapöntun – bókun
Til að panta tíma hjá Kristínu Lindu er eindregið er ráðlagt að senda tölvupóst á netfangið: kristinlinda@huglind.is Einnig má reyna að hringja í síma: 620 9999 á virkum dögum á milli 9.30 – 16.30 athugið þó að sem starfandi sálfræðingur er Kristín Linda yfirleitt upptekin í viðtölum, fyrirlestrum eða námskeiðum og svarar því ekki í símann. Ekki er hringt til baka en reyna má að hringa aftur síðar. Athugið þó að eindregið vísað á að senda tölvupóst.

Þegar pantaður er tími þarf að taka fram fullt nafn, kennitölu, gsm símanúmer og heimilisfang. Gott er að segja í nokkrum orðum frá helstu ástæðu þess að ákveðið er að leita eftir þjónustunni og taka fram ef um nýjan atburð, vanda er að ræða. Það er snjallt að taka fram hvort frekar er óskað eftir tíma/tímum fyrir eða eftir hádegið og hvort einhver dagur/dagar vikunnar hendi vel eða alls ekki. Kristín Linda svara öllum tölvupóstum fljótt, stundum samdægurs eða allavega innan fárra daga. Athugið að yfirleitt er töluverð bið eftir sálfræðitímum, hvort sem er hjá Kristínu Lindu eða öðrum sálfræðingum.

Kara Connect - Fjarviðtöl - Hvernig ber ég mig að?

Kara Connect er vottaður hugbúnaður fyrir fagaðila til þess að tengjast skjólstæðingum sínum og veita meðferð og þjónustu með öruggum og sveigjanlegum hætti í gegnum fjarfundarbúnað. Kara fylgir ströngum reglum Evrópusambandsins um gagna- og persónuvernd, GDPR, í ystu æsar. 

Óskir þú eftir að bóka fjarviðtal gegnum Köru Connect þá þarft þú sem skjólstæðingur fyrst að stofna aðgang hjá Köru. Þegar búið er að stofna aðgang er einfalt að bóka tíma í gegnum vefviðmót Köru með því að skrá sig inn og velja þar tíma sem hentar hjá meðferðaraðila. Þú færð svo boð um viðtal með tölvupósti sem hægt er að samþykkja eða hafna. 

Einnig er hægt að bóka fjarviðtal með því að senda tölvupóst á Kristínu Lindu á kristinlinda@huglind.is.

Greiðslur
Greitt er fyrir hvern sálfræðitíma í viðkomandi tíma eða með greiðslu á kröfu í heimabanka um næstu mánaðarmót á eftir. Upplýsingar um gjald eins og það er á hverjum tíma eru veittar við pöntun tíma. Greiðslukrafa fyrir fjarviðtal er send í heimabanka um næstu mánaðarmót.

Forföll og afbókun
Það er ekkert mál að afbóka tíma sé það gert með tölvupósti kristinlinda@huglind.is ekki síðar en 24 klukkutímum fyrir skráðan sálfræðitíma. Sé ekki mætt í tíma og ekki afboðað tímanlega þarf að greiða forfallagjald og kemur greiðslukrafa vegna þess í heimabanka.

Styrkir
Flest stéttarfélög niðurgreiða þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Kynntu þér hvaða styrkur eru í boði hjá þínu stéttarfélagi og hvaða reglur gilda um endurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Í sumum tilvikum styrkja atvinnuveitendur sálfræðimeðferð, handleiðslu og ráðgjöf. Einnig aðstoðar félagsþjónusta sveitarfélaga og fleiri stofnanir í sumum tilfellum við að niðurgreiða sálfræðikostnað.

Tímalengd
Hver sálfræðitími er 45-50 mínútur en fyrsti tíminn 60 mínútur. Hægt er að óska eftir lengri sálfræðitímum ef einstaklingur telur það heppilegt til dæmis fyrir þá sem koma um langan veg. Fjarviðtöl geta verið 30-45 eða 60 mínútur að lengd þau fara fram í gegnum vefsvæðið Kara Connect.com.

Fyrirkomulag
Kristín Linda sníður sína sálfræðiþjónustu ávallt að viðkomandi einstaklingi. Til dæmis getur verið um að ræða fáa staka tíma þar sem einkum er sinnt ráðgjöf og úrvinnslu vegna stakra atburða. Meðferð við veikindum og vanda sem fram fer með reglubundnum hætti til lengri tíma, til dæmis 2-4 sinnum í mánuði eins lengi og þurfa þykir. Handleiðslu og ráðgjöf vegna ýmiskonar lífsviðburða og verkefna hvort sem er í einkalífi, hjá einstaklingnum sjálfum, í fjölskyldulífi, félagslífi eða atvinnulífi til lengri eða skemmri tíma.

Staðsetning
Kristín Linda sinnir bæði hefðbundinni sálfræðiþjónustu á sálafræðistofu sinni í Reykjavík og fjarheilbrigðisþjónustu/fjarviðtölum hvert á land sem er gegnum vefsvæðið Kara Connekt.com sem viðurkennt er og samþykkt af Landlæknisembættinu. Sálfræðistofa Kristínar Lindu – Huglind ehf – er staðsett í Kringlunni, verslunarhúsinu sjálfu. Stofan er í skrifstofuturninum, Stóri turn á 8 hæð. Farið er með lyftu úr bílastæðahúsi Kringlunnar eða af annari hæð Kringlunnar þar sem lyfta er upp í Stóra turn. Hún er staðsett nærri inngangi að Kúmen og Kringlubíói, athugið merkingar.

Trúnaður og siðareglur
Kristín Linda fylgir eins og aðrir sálfræðingar í einu og öllu siðareglum og trúnaðarskyldu eins og fjallað er um í lögum um heilbrigðisstarfsfólk. Farið er með allar upplýsingar sem veittar eru sem trúnaðarmál og þær varðveittar sem slíkar.

Það er heillandi að rækta sjálfa sig ævina á enda.

Scroll to Top