Um Huglind

Kristín Linda og Huglind

Kristín Linda starfar sjálfstætt og sinnir hefðbundinni sálfræðiþjónustu á sálfræðistofu sinni á Selfossi og á stofu hjá Samkennd á Tunguhálsi í Reykjavík, auk fjarheilbrigðisþjónustu / fjarviðtölum hvert á land sem er gegnum vefsvæðið Kara Connekt.com sem viðurkennt er og samþykkt af Landlæknisembættinu. 

Auk þess er hún vel kynntur faglegur og skemmtilegur fyrirlesari og heldur ár hvert fjölda mismunandi námskeiða.

Kristín Linda sálfræðingur hefur lifað fjölbreyttu lífi og kynnst mannlífinu, verkefnum og áskorunum fólks í sól og stormi frá mörgum hliðum. Hún á því auðvelt með að setja sig í spor fólks sem er að ganga í gegnum krefjandi tímabil og hefur sérhæft sig í að hjálpa fólki að blómstra á ný, ná orku, gleði og lífsgæðum eftir hverskonar breytingar, áföll og erfiðleika.

Kristín Linda tekur vel á móti öllum, 20 ára og eldri, en hefur þó sérhæft sig í að hjálpa fólki sem er 40 ára og eldra. Þekking hennar og reynsla nýtist sérstaklega vel til að hjálpa fólki sem að öllu jöfnu er ekki að glíma við alvarlega geðsjúkdóma en óskar eftir faglegri hjálp vegna krefjandi breytinga og lífsviðburða, life events. Getur þar til dæmis verið um að ræða, eigin veikindi, veikindi í fjölskyldunni, missi, sorg, átök, ósamkomulag, einelti, svik, höfnun eða uppgjör, hvort sem er á heimili, í stórfjölskyldunni, í vinahópi, á vinnustað eða í félagslífi. Fjöldi fólks hefur nýtt sér hjálp, handleiðslu og ráðgjöf Kristínar Lindu gegnum sambandserfiðleika, sambandsslit og skilnaði. Hún hefur leitt einstaklinga gegnum erfiða tíma á flestum sviðum mannlífsins og veitt meðferð við öllum almennum geðrænum vanda. Hún aðstoðar fólk við stöðumat og stefnumótun í eigin lífi og að halda áfram og ná vellíðan og farsæld á ný eftir breytingar og erfiðleika. Einnig leita margir til hennar til að vinna úr erfiðri liðinni reynslu sem leitar á hugann.

Kristín Linda hefur sinnt fjölda starfsmanna vegna yfirstandandi erfiðleika og veikinda fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, samtök og stofnanir. Hún hefur starfað við einstaklingsmeðferð fyrir Virk starfsendurhæfingarsjóð í yfir tíu ár og heldur fjölda uppbyggingarnámskeiða fyrir Virk ár hvert.

Kristín Linda ólst upp á sveitabæ í Þingeyjarsýslu, var bankastarfsmaður og blaðamaður á Akureyri í 15 ár, síðan kúabóndi í Aðaldal í Þingeyjarsýslu í önnur 15. Hún hefur gengt ábyrgðarstöðum og tekið þátt í margskonar félagsmálum og var ritstjóri tímaritsins Húsfeyjunnar. 

Listin að lifa er krefjandi verkefni, ævintýri og gjöf. Ég er sálfræðingur af hugsjón, mér finnst heillandi að hjálpa fólki á lífsins vegi og Huglind heldur utan um starfið mitt.

Það er heillandi að rækta sjálfa sig ævina á enda.

Scroll to Top