Utanlandsferðir

Námsferðir og vinnustaðir

SAMSTARF VIÐ SKOTGÖNGU – Haustið 2018 hóf Kristín Linda samstarf við Ingu Geirsdóttur ferðaskipuleggjanda og fararstjóra. Inga sem er frá Eskifirði býr í Skotlandi og á og rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtækið Skotgöngu sem stofnað var árið 2006. 

Nánar á skotganga.co.uk

Námsferðir og vinnustaðir

Í BOÐI ER – Að skipuleggja ýmiskonar ferðir fyrir hópa, félög og vinnustaði þar sem Kristín Linda og Inga Geirs flétta saman reynslu sína og þekkingu. Kristín Linda sér um hverskonar fræðslu, vinnustofur, námskeið og hópstarf enda bæði menntaður sálfræðingur og kennari. Inga Geirs sér um allt ferðaskipulag og fararstjórn. Samstarf þeirra er létt og leikandi, öruggt og traust.

STARFSÞRÓUNAR – ENDURMENNTUNAR OG SJÁLFSEFLINGARFERÐIR fyrir starfsfólk skóla og annarra stofnana og fyrirtækja. Kristín Linda og Inga Geirs taka að sér endurmenntunar, námskeiðsferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki og hafa reynslu af því að skipuleggja sjálfseflingar og starfsþróunarnámsferðir fyrir starfsfólk skóla. Boðið er upp á klæðskera sniðið námskeið og ferð eftir óskum hvers hóps fyrir sig þar sem sótt er í gagnabanka, reynslu og þekkingu Kristínar Lindu og Ingu Geirs.

Svona gæti námsefnið til dæmis litið út

  1. Stöðumat, sjálfsþekking, líðan, farsæld, jákvæðni og lífsgleði. Að lifa heilsusamlegu og skemmtilegu lífi, fræðsla, æfingar.
  2. Heilsusamlegt dagskipulag og vinnuhegðun fyrir líkama og sál. Vönduð og uppbyggileg samskipti, meðvirkni, mörk, velvild, jákvæðni og færni í að vera skemmtilegur!
  3. Að rækta hamingjuna á fjölbreytta hátt. Jákvæð sálfræði, Núvitund, greining ánægjustunda, gleði, sjálfsefling, sjálfssátt og farsæld. Meiri hamingja er möguleg!
  4. Styrkur og bjargráð, hagnýt úrræði á álagstímum og í krefjandi lífi, leiðir til einföldunar. Gagnlega ráð til við þreytu, streitu, áhyggum og álagi. Slökun, nútvitund, hugleiðsla.
  5. Líflínan mín, ævintýri og áskoranir, stefnumótun og framtíðarsýn. Að greina gildi sín og markmið einmitt núna og vinna eigin stefnuskrá og óskalista. Ævintýri enn gerast!

Námskeiðin eru létt og skemmtileg en samt sem áður byggt á gagnreyndri þekkingu í nútíma sálfræði: Hugrænni atferilsmeðferð, ACT sjálfsátta og markmiðafræðum, jákvæðri sálfræði, vinnusálfræði og núvitund.

ANNAÐ DÆMI: NÁMSKEIÐ FYRIR VINNUSTAÐI – MARKMIÐ:

  • Að þátttakendur öðlist þekkingu og móti eigin stefnu varðandi heilsueflandi þætti fyrir andlega, líkamlega og félagsleg heilsu. Bæði til að vinna með og miðla á vinnustað og til að tileinka sér heilsusamlegri vinnuhegðun sem forvörn gegn streitu og kulnun.
  • Að læra að meta eigin líðan á markvissan hátt samkvæmt Hugrænni atferlismeðferð og beita matinu sem tæki til að bæta eigin hamingju og farsæld og draga úr þeim þáttum sem hafa neikvæð áhrif á starfsgetu og heilsu, valda streitu og auka líkur á kulnun og örmögnun í starfi.
  • Tækifæri til að tileinka sér bjargráð gegn álagi og úrræði í erfiðleikum, hvort sem er á vinnustaðanum, þegar upp kemur vandi í samstarfi eða í einkalífi. Að læra um og greina heilsusamlega vinnuhegðun og hvernig megi koma henni á í eigin lífi og á vinnustað. Að átta sig á og öðlast færni í að yfirfæra framangreinda þekkingu og nýta öðrum til hagsbóta á vinnustað, og í eigin lífi.
  • Að fræðast um og skoða leiðir til að eiga í vönduðum samskiptum bæði í daglegu lífi og starfi. Jákvæð sálfræði og ACT sjálfssátta, bjargráð og markmiðaviðmið í samskiptum.

Að móta gildi og framtíðarsýn með farsæla starfsævi og líf að leiðarljósi. Ekki síst að efla hópinn, starfsgleði og samkennd með samvinnu, hópavinnu/hópefli, útiveru, upplifunum og hreyfingu fjarri daglegum erli á heimavelli.

Lífið snýst bara um hugarfar!

Ísak Jasonarson
Scroll to Top