Sálfræðiþjónusta

Handleiðsla og ráðgjöf

Fólk leitar til sálfræðinga af mismunandi ástæðum. Sálfræðingar eru tilbúnir til að taka vel á móti öllum veita ráð, hjálp, stuðning og meðferð. Í fyrstu er nauðsynlegt að afla upplýsinga, meta stöðuna og fara yfir væntingar, þarfir og markmið.

Um handleiðslu og ráðgjöf

Kristín Linda sálfræðingur veitir öllum eldri en 20 ára sálfræðiþjónustu en hefur þó sérstaka reynslu af því að sinna þeim sem eru 40 ára og eldri. Hún býður bæði upp á sálfræðiþjónustu á sálfræðistofu sinni, Huglind í Reykjavík, og með fjarviðtölum í gegnum vefsvæðið Kara Connect.com Kristín Linda leggur áherslu á að mæta hverjum og einum þar sem þörfin er mest hverju sinni. Vinna með þá atburði, vanda og áskoranir sem sá sem til hennar leitar telur mest knýjandi á þeim tíma og veita faglega, hagnýta, raunhæfa, heilsubætandi og valdeflandi hjálp og bjargráð.

Huglind í Kringlunni í Reykjavík: Á sálfræðistofu sinni Huglind í Kringlunni í Reykjavík tekur Kristín Linda á móti einstaklingum sem vilja sækja sér meðferð, stuðning, ráðgjöf, aðstoð við stefnumótun í eigin lífi eða handleiðslu. Einnig sinnir hún fjarheilbrigðisþjónust gegnum vefsvæði Kara Connect.com Sjá nánar undir: Panta tíma og fyrirkomulag og sálfræðimeðferð í fjarvinnu.

Handleiðsla: Í gegnum árin hefur Kristín Linda sinnt margskonar handleiðslu fyrir einstaklinga. Faglegri handleiðslu í starfi og samskiptum á vinnustað. Handleiðslu gegnum erfiða lífsviðburði og verkefni sem fólk tekst á við utan vinnu svo sem í sjálfboðaliðastarfi, hópum, félögum, stórfjölskyldu eða áhugamálum.

Handleiðsla – bændur og búalið: Kristín Linda hefur þá sérstöðu meðal íslenskra sálfræðinga að hafa sjálf verið í fullu starfi sem bóndi í 15 ár. Hún var kúabóndi í Miðhvammi í Þingeyjarsveit árin 1995-2010. Hún hefur veitt fjölmörgum bændum, þjónustuaðilum bænda, fólki sem býr í sveitum landsins og á landsbyggðunum sálfræðilega aðstoð og handleiðslu. Má þar nefna handleiðslu í gegnum ýmiskonar áföll, breytingarferli, uppgjör og missi. Til að mynda, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, (Bændablaðið, Morgunblaðið, RÚV) hafa Bændasamtök Íslands og sveitarfélög samið við Kristínu Lindu um faglega ráðgjöf sálfræðings út af niðurskurði vegna riðu.

Handleiðsla – kennarar skólastjórnendur og starfsfólk skóla: Kristín Linda hefur menntun og réttindi til að stafa bæði sem grunnskóla og framhaldsskólakennari og hefur starfað í framhaldsskóla við sálfræðikennslu. Hún hefur veitt óvenju mörgum einstaklingum sem starfa í skólum handleiðslu og ráðgjöf. Kristín Linda hefur tekið að sér fjölda fyrirlestra og námskeiða fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla auk verkefna fyrir Kennarasamband Íslands og fleiri samtök.

Margskonar vandi: Í raun getur ástæða komu verið allt milli himins og jarðar en nefna má sem dæmi: Vanlíðan, depurð, óánægju, sjálfsmyndarvanda, tómleika, vonleysi, missi, sorg, áhyggjur, kvíða, áföll, streitu, þrot og kulnun. Samskiptavanda, vansæld og erfiðleika, á vinnustað, heimili, við vini, stórfjölskyldu, börn eða maka. Erfiða lífsviðburði, veikindi, sjálf sín eða sinna, fíkn og neyslu í fjölskyldu, framhjáhald, svik, skilnaði, gjaldþrot, höfnun, einangrun og einsemd.

Stefnumótun og uppbygging: Kristín Linda hefur sérhæft sig í jákvæðri uppbyggingu og stefnumótun í eigin lífi. Sífellt fleiri kjósa að leita sér faglegar aðstoða við eigin stefnumótun, forgangsröðun, ákvarðanir og lífsstíl. Hvort sem er í önn dagsins eða þegar staðið er á einn eða anna hátt á krossgötum, gengið í gegnum tímamót og breytingar

Meðferð og aðferðir: Kristín Linda hlaut starfsleyfi frá Landlækni sem sálfræðingur/psychologist árið 2013 og hefur starfað við fagið síðan þá og fékk starfsleyfi frá Landlækni til að stunda fjarheibrigðisþjónustu árið 2023. Sjá nánar undir Sálfræðimeðferð í fjarvinnu. Hún stundar ár hvert markvissa endurmenntun og fylgist með því nýjast á fræðasviðinu. Kristín Linda nýtir gagnreyndar meðferðir og aðferðir sem sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að virka. Sem dæmi má nefna: Hugræn atferlismeðferð, ACT Acceptance and committment therapy/Sátta og stefnumótandi meðferð, Samkenndarmeðferð/Self Compassion therapy, Núvitund og Jákvæða sálfræði.

Það er heillandi að rækta sjálfa sig ævina á enda.

Ísak Jasonarson
Scroll to Top