Utanlandsferðir

Utanlandsferðir - margt í boði

SAMSTARF VIÐ SKOTGÖNGU – Haustið 2018 hóf Kristín Linda samstarf við Ingu Geirsdóttur ferðaskipuleggjanda og fararstjóra. Inga sem er frá Eskifirði býr í Skotlandi og á og rekur ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustufyrirtækið Skotgöngu sem stofnað var árið 2006. 

Nánar á skotganga.co.uk

Um utanlandsferðir

Í BOÐI ER – Að skipuleggja ýmiskonar ferðir fyrir hópa, félög og vinnustaði þar sem Kristín Linda og Inga Geirs flétta saman reynslu sína og þekkingu. Kristín Linda sér um hverskonar fræðslu, vinnustofur, námskeið og hópstarf enda bæði menntaður sálfræðingur og kennari. Inga Geirs sér um allt ferðaskipulag og fararstjórn. Samstarf þeirra er létt og leikandi, öruggt og traust.

SPÁNN – GANGA OG SJÁLFSRÆKT – Kvennaferðir Kristínar Lindu og Ingu Geirs á Tenerife og Albír á Alicante á Spáni hafa reynst einstakar og fengið frábær meðmæli. Um er að ræða vikuferðir fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá. Inga sér um fararstjórn, skoðunarferðir og gönguferðir. Kristín Linda heldur sín vinsælu uppbyggjandi lífsgæðanámskeið sem eru bæði hagnýt og skemmtileg.

KVENFÉLÖG – KLÚBBAR OG HÓPAR – Kristín Linda og Inga Geirs taka að sér að skipuleggja ýmiskonar ferðir fyrir ykkur. Kristín Linda sér um að þétta hópinn og fræða á léttan og skemmtilegan hátt með sinni dagskrá að ykkar vali og Inga Geirs heldur utan um allt skipulag og fararstjórn. Hafið samband með ykkar hugmyndi og við prjónum saman heillandi og uppbyggjandi ferð.

Á DÖFINNI – Er ný og afar spennandi ferð á heimaslóðir hins virta og heimsfræga rithöfundar JANE AUSTEN. Þetta verður heillandi kvennaferð sem verður farin á vordögum 2024. Skráningar eru hafnar með tölvupósti á kristinlinda@huglind.is

Lífið snýst bara um hugarfar!

Ísak Jasonarson
Scroll to Top