Október 2023 – Sjálfsrækt og ganga – Uppbyggjandi og skemmtileg kvennaferð til Albir

Kristín Linda sálfræðingur hjá Huglind og Inga Geirs fararstjóri hjá Skotgöngu bjóða upp á vikuferð til Albír á Alicante 10 október 2023. Beint flug, gott hótel og hálft fæði. Vikuferð fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá.

Október 2023 – Sjálfsrækt og ganga – Uppbyggjandi og skemmtileg kvennaferð til Albir

EITT HERBERGI LAUST —- OKTÓBER 2023 – SJÁLFSRÆKT OG GANGA – UPPBYGGJANDI OG SKEMMTILEG KVENNAFERÐ

Kristín Linda sálfræðingur hjá Huglind og Inga Geirs fararstjóri hjá Skotgöngu bjóða upp á vikuferð til Albír á Alicante 10 október 2023. Beint flug, gott hótel og hálft fæði. Vikuferð fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá. Inga Geirs sér um fararstjórn, skoðunarferðir og gönguferðir. Kristín Linda heldur sín vinsælu uppbyggjandi lífsgæðanámskeið sem eru bæði hagnýt og skemmtileg. Vikuferðir sem hlotið hafa frábær meðmæli, stakar konur sérstaklega velkomnar en líka kjörið fyrir vinkonur. Þetta verður 12 ferðin á fjórum árum. Um 300 konur hafa nú þegar nýtt sér þessa dagskrá og margar komið aftur og aftur það segir sína sögu!

Samkennd, gleði, upplifanir, uppbygging og ný kynni, vilt þú koma með?

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR
inga@skotganga.co.uk
kristinlinda@huglind.is
www.skotganga.co.uk

Gallerí

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top