Fjölmiðlar / blaðagreinar

Fjölmiðlar / blaðagreinar

Ýmsar blaðagreinar sem birst hafa í fjölmiðlum eftir Kristínu Lindu.

Lifðu núna – september 2024 – Er enn að skapa ný ævintýri

Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur, fyrirlesari og aðstoðarfararstjóri hjá Skotgöngu á að baki fjölbreyttan starfsferil og hefur aldrei hikað við að gera breytingar, jafnvel róttækar breytingar, á lífi sínu þegar henni hefur fundist þörf fyrir það. Í hennar augum er lífið röð ævintýra þar sem eitthvað nýtt tekur við af því gamla og í stað þess að horfa aftur með eftirsjá er hún þakklát fyrir allt sem henni hefur hlotnast og bjartsýn á það sem koma skal.

Lesa grein »

Lifðu núna – ágúst 2024 – Hugsaðu minna!

Heilinn okkar er einstakt verkfæri og algjörlega frábært að geta virkilega hugsað og líka hugsað um hvað við erum að hugsa um. En … stundum getum við hreinlega hugsað eitthvað alveg í drep. Þannig að eitthvað sem var dásamlegt verður það ekki lengur. Eitthvað sem var í lagi verður bilað, eitthvað sem var nóg hættir að vera það. Eitthvað sem var fallegt verður gallað, eitthvað sem var skemmtilegt verður kjánalegt. Eitthvað sem við ætlum, langar til, dreymir um, verður flókið og óaðgengilegt í flækjum hamlandi ofhugsana. Hugsum aðeins meira um þetta!

Lesa grein »

Lifðu núna – ágúst 2024 – Það er þetta með drauminn

Á meðan hún er lifandi í okkur leitin að tilgangi lífsins er vonin vakandi og virk og ævintýrin eiga tækifæri. Að undanförnu höfum við getað fylgst með ótal ævintýrum verða að veruleika þegar allskonar íþróttafólk víðsvegar að úr heiminum upplifir að keppa á Ólympíuleikum. Þeirra á meðal íslenski afreksmaðurinn, sundgarpurinn Anton Sveinn Mckee sem að loknu sínu síðasta ólympíusundi mælti hvatningrorð til áheyrenda, þau vöktu athygli mína.

Lesa grein »

Lifðu núna – Júlí 2024 – Ræktar þú ást?

Einmitt, núna um hásumarið, eru flestir meira með sínum elskuðu en á öðrum tímum. Einfaldlega vegna þess að frí frá vinnu og skóla veldur því að meiri tími verður til samveru með þeim sem við búum með, okkar nánustu, þeim sem við elskum mest. Hvernig gengur það? Hvernig nýtum við tækifærið? Hvernig ræktum við ást, um hásumar og árið út í gegn?

Lesa grein »
Scroll to Top