Sjálfsrækt, uppbygging og ævintýri á Spáni 18. október

Kristín Linda verður í samvinnu við Ingu Geirs hjá Skotgöngu einu sinni enn með sína vinsælu námskeiðsferð fyrir konur til Albír á Spáni þann 18. október í haust.

Sjálfsrækt, uppbygging og ævintýri á Spáni 18. október

Kristín Linda verður í samvinnu við Ingu Geirs hjá Skotgöngu einu sinni enn með sína vinsælu námskeiðsferð fyrir konur til Albír á Spáni þann 18. október í haust.

Heillandi vikudvöl í sól og yl með fjölbreyttri, skemmtilegri og uppbyggjandi dagskrá og öruggri fararstjórn fyrir konur 40 ára og eldri. Kristín Linda sálfræðingur heldur vandað lífsgæðanámskeið: Njótum lífsins, lífsgæði og líðan, huggulegur lífstíll, heilsuhegðun í dagsins önn, gildin þín og stefnuskrá. Síðan er boðið upp á skoðunar- og gönguferðir með Ingu sem er einstaklega glaðvær og reyndur fararstjóri, síðdegis samvera og tækifæri til nýrra kynna. Vikuferð sem hlotið hefur frábær meðmæli. Stakar konur sérstaklega velkomnar en líka kjörið fyrir vinkonur.

Meira en 300 konur hafa nú þegar nýtt sér þessa dagskrá og margar komið aftur og aftur, það segir sína sögu! Samkennd, gleði, upplifanir, uppbygging og ný kynni, vilt þú koma með?

Nánari upplýsingar er að finna hér: https://www.skotganga.co.uk/products/sjalfsraekt-albir-18-okt

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top