Ferðir
Kristín Linda er reyndur fyrirlesari og hefur haldið fjölda fyrirlestra við ýmis tilefni. Síðustu tíu árin hefur hún einbeitt sér að fyrirlestrum sem byggja á sálfræðilegum grunni og snúa að líðan, lífsgæðum, heilsu og hamingju fólks. Hún er tilbúin til að sníða efnisval og framsetningu að þínum óskum.
Um fyrirlestra
Fyrirlestrar Kristínar Lindu eru faglegir og hagnýtir en samt sem áður á léttu nótunum. Hún hefur lag á að slá á létta strengi, koma með nærtæk og skemmtileg dæmi og setja fram skýra hagnýta punkta sem nýtast beint í eigin lífi og starfi.
Kristín Linda sálfræðingur hjá Huglind tekur að sér að koma á vinnustaði, til félaga, samtaka og hópa og halda fyrirlestra í 30-120 mínútur. Sé óskað eftir lengri tíma sjá námskeið og vinnustofur. Sem dæmi um fyrirlestra sem Kristín Linda hefur haldið síðustu ár má nefna:
- HEILSUSAMLEG VINNUHEGÐUN: Forvarnir, streita, vinnugleði og bjargráð
- LISTIN AÐ LIFA: Dagskipulag, valkostir og vellíðan
- LEIÐARLJÓS Á LÍFLÍNUNNI ÞINNI: Stöðumat – gildi – stefnuskrá - markmið
- LÍFIÐ ER ÞITT: Sjálfsefling – vörn gegn meðvirkni – stefnumótun
- HYGGE – HUGGULEGHEIT: Nýtum visku dana til að auka eigin sælu
- TÆKIFÆRI OG ÁSKORANIR Í FÉLAGSSTARFI
- 12 VERKFÆRI JÁKVÆÐRAR SÁLFRÆÐI: Leið til að bæta sig og sitt líf
- SKAÐAMINNKUN: Eftir áfallið
- HAMINGJURÆKT: Svona ræktum við hamingjuna – í alvöru!
- FÉLAGSLEGHEILSA OG SAMSKIPTI
- HVERNIG ANNAST ÞÚ SJÁLFA ÞIG: Heilsa – líðan - sjálfssinnun
- JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI: Leiðarljós í lífi og starfi
- LÍFSGÆÐI Í EINKALÍF OG STARFI: Dagskipulag og heilsusamleg vinnuhegðun
- HAMINGJA OG GLEÐI Í KREFJANDI STÖÐU: Að gæta sín og rækta gleðina
- SAMSKIPTI VIRKNI OG VELLÍÐAN Í FÉLAGSSTARFI
- HUGGULEGHEIT OG GLEÐI: Á aðventu og jólum
Meðal þeirra sem hafa valið að fá fyrirlestur frá Kristínu Lindu má nefna: Grunnskóla, framhaldsskóla, ríkisstofnanir, starfsgreinafélög, áhugamannafélög, klúbbar og landssamtök.