Þann 8 maí mun hópur 40 kvenna halda í ævintýra ferð um England í fótspor Jane Austen með Skotgöngu, Ingu Geirsdóttur og Huglind, Kristínu Lindu. Fyrsta slíka ferðin var farin vorið 2024 og nú eru aðeins örfá sæti laus í samskonar ferð vorið 2025.
Allar nánari upplýsingar má finna á vef Skotgöngu: Í fótspor Jane Austen (8. maí) – Skotganga.
Það er skemmst frá því að segja að ferð síðasta árs vakti mikla hrifningu og gleði og fékk frábær meðmæli. Dagskráin er þétt og fjölbreytt, fararstjórin örugg og glaðleg og fræðsla um Jane skemmtileg og áhugaverð. Farið er um sveitir Englands að vori, heimsótt afar sjarmerandi þorp og bæir og dvalið í hinni töfrandi Bath, sem ómar af vori og fegurð.