Hæfilegt – Að vera maður sjálfur og nákvæmlega nóg

Er þetta hæfilegt, fyrir þig? Þessi pæling snýst ekki um hin gullna meðalveg eða að meðalhófið sé best, alls ekki. Hún snýst um að við hvert og eitt hefðum gagn af að pæla í því hvað er hæfilegt fyrir okkur - einmitt á því æviskeiði sem við lifum nú.

Hæfilegt – Að vera maður sjálfur og nákvæmlega nóg

Er þetta hæfilegt, fyrir þig? Þessi pæling snýst ekki um hin gullna meðalveg eða að meðalhófið sé best, alls ekki. Hún snýst um að við hvert og eitt hefðum gagn af að pæla í því hvað er hæfilegt fyrir okkur – einmitt á því æviskeiði sem við lifum nú. Það sem er hæfilegt fyrir einn er alls ekki endilega hæfilegt fyrir annan. Það getur til dæmis verið hæfilegt fyrir þig, þína heilsu, líðan og lífsgæði, að ganga 4 km á dag en alls ekki fyrir einhvern annan. Það getur líka verið hæfilegt fyrir þig að eiga þrjá kertastjaka en 13 fyrir einhvern annan.

Það krefst vakandi vitundunar, kjarks og vilja að vera maður sjálfur og virkilega vita og velja það sem er manni hæfilegt. Hæfilega mikið af sjónvarpsáhorfi eða köku og að standa upp og fara heim úr boðinu þegar það er hæfilegt fyrir mann sjálfan.

Síðast þegar ég vissi höfðum við öll 24 klst í sólarhingnum. Það er NÚIÐ okkar, lífið okkar, og okkar er að velja það sem styður við góða heilsu, líðan, lífsgæði og farsæld. Að vinna að því sem við höfum valið að sinn bæði í atvinnulífi, félagsmálum og einkalífi.

Ef við virkilega greinum og vitum hvað er hæfilegt, þá er það líka nóg. Meira er ekki endilega betra, minna er ekki endilega betra.

Að hjóla hraðar, að vinna meira, að mæta á fleiri viðburði, að versla meira, að elda oftar, að vera meira heima. Að hjóla hægar, að vinna minna, að mæta sjaldnar, að versla minna að elda minna að vera minna heima. Hvort er betra?

Aðeins þú veist svarið fyrir þig. Að venja sig á að hugsa um og meta hvað er hæfilegt fyrir þig er einn af lyklum lífshamingjunnar – munum að minna getur orðið afar frábreytt, snautt og dapurt en líka að sá sem vill alltaf meira fær aldrei það sem hann vill.

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top