Litir bæta líðan

Hefur þú tekið eftir því hvað það er dásamlegt þegar grá ský víkja af himni og blár liturinn blasir við? Áttu samt í það minnsta fimm gráar flíkur og gráan sófa?

Litir bæta líðan

Senn skartar íslensk náttúra litaflóru haustsins, dásamlegt ekki satt? Hefur þú pælt í því að í náttúrulegu umhverfi þýðir hvítur litur, hungur, ís eða snjór, sem þýðir að erfitt er að afla sér fæðis. Grátt hefur svipaða þýðingu, grjót, klettar, sandur, allt óætt. Svart er engu betra. Samt sem áður höfum við kosið þrátt fyrir alla valkosti nútímans að nýta þessa liti, eða litleysur, hvítt, grátt og svart gífurlega mikið. Ekki aðeins utan húss og í mannvirkjum heldur líka innan húss og í fatnaði. Þetta val nútíma manna er sannarlega umhugsunarvert og margir velta því nú fyrir sér hvort allir þessir fletir af hvítu, gráu og svöru í daglegu lífi okkar kunni að íta undir streitu, kvíða, depurð og vansæld.

Hefur þú tekið eftir því hvað það er dásamlegt þegar grá ský víkja af himni og blár liturinn blasir við? Áttu samt í það minnsta fimm gráar flíkur og gráan sófa? Við tölum réttilega um að það þurfi að lífga upp á gráan hversdaginn, en málum samt hús að utan og innan í gráu eða hvítu. Við tölum um gráa leiðindadaga en kaupum grá rúmföt? Hve gaman er að sitja tímunum saman og horfa á hvítan vegg? Ekkert svo heillandi eða notalegt? Enda endurkastar hvítur litur allt að 96% ljóssins og það eitt og sér er streituvekjandi, þreytandi fyrir hugann og ýtir undir álag og streitu. Að ganga með fram gráum steinvegg á grárri gangstétt við hlið grárrar götu með bílum sem eru flestir gráir, hvað er notalegt við það? Rannsóknir hafa sýnt að fólk gerir frekar mistök í hvítu rými en þar sem litir eru mýkri. Margir kannast við að þeim finnst þægilegra að lesa af blaðsíðum eru ekki alhvítar og birta í hvítu rými getur aukið líkur á mígreni og höfuðverkjum. Samt notum við hvítt gífurlega mikið og finnst það öruggur litur á veggi í híbýlum okkar? En er það ef til vill alveg þver öfugt?

Nú er því spáð af þeim sem virkilega velta fyrir sér þróun varðandi liti í heiminum að við séum að stíga inn í bylgju lita. Að við munum átta okkur á þessu og hafa kjark og kraft til að kjósa að lifa í litríkar og um leið náttúrulegra umhverfi þar sem eðlilegust litirnir verða taldir grænn, blár og brúnn en ekki svartur, hvítur og grár. Íslensk náttúra birtir þennan mun á mjög skýran hátt. Frosið land, snjór, myrkur og grámi skapar aðra líðan en litir vorsins, sumarsins og haustsins.

Við getum aukið vægi lita í lífi okkar og nýtt þá til að skapa notalegra, streitu minna og hlýlegar umhverfi hvort sem er utan eða innan á híbýlum okkar, í vali á húsbúnaði eða fatnaði, ertu til í það?

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top