Hugsa minna

Heilinn er einstakt verkfæri og algjörlega frábært að geta virkilega hugsað og líka hugsað um hvað við erum að hugsa um.

Hugsa minna

Heilinn er einstakt verkfæri og algjörlega frábært að geta virkilega hugsað og líka hugsað um hvað við erum að hugsa um. En… stundum getum við virkilega hugsað eitthvað alveg í drep. Þannig að eitthvað sem var dásamlegt verður það ekki lengur. Eitthvað sem var í lagi verður bilað, eitthvað sem var nóg hættir að vera það, eitthvað sem var fallegt verður gallað, eitthvað sem var skemmtilegt verður kjánalegt.

Stundum getum við hugsað svo mikið um hvernig við erum og hvað aðrir hugsa um okkur að okkur finnst við vera einhverskonar vandamál eða gölluð vara. Stundum hugsum við svo mikið um viðfangsefni og verkefni að þau verða aldrei að veruleika, við hugsum þau út af borðinu. Stundum hugsum við svo mikið um að vinum okkar líki líklega ekki við okkur að við hugsum þá út úr lífi okkar. Stundum hugsum við svo mikið um það sem gæti farið í vaskinn í framtíðinni að við kæfum drauma okkar.

Það er magnað að geta hugsað, hæfilega mikið, og heillandi að temja eigin hugsanir þannig að þær séu sem allra oftast hjálplegar og uppbyggilegar. Nú, en ef allt stefnir í flækju og ofhugsanir er um að gera að fara bara í langa sturtu, fara og baka köku, eða púsla, laga til í hnífaparskúffunni eða setja á góða tónlist og dansa eins og villingur á stofugólfinu.

NJÓTIÐ DAGSINS ÞVÍ TÍMINN ER EINNOTA.

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top