Morgunblaðið ágúst 2021: Kristín Linda Sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar

"Ég kýs að lifa litríku lífi og hef nokkrum sinnum breytt hressilega til á lífsveginum."

Morgunblaðið ágúst 2021: Kristín Linda Sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar

Kristín Linda er sveitastelpa alin upp á öflugu búi foreldar sinna Svanhildar Þorgilsdóttur bónda og húsfreyju og Jóns F. Sigurðssonar bónda og bifreiðarstjóra í Hjarðarholti í Fnjóskadal í miklu nábýli við ömmu sína og afa á Draflastöðum í sömu sveit, Kristínu Jónsdóttir húsfreyju og Sigurð Karlssson bónda. Hún á fjögru systkinni, Heiðar Ágúst, Sigríði Huldu og Sigurð Arnar.

Það var ríkulegt að alast upp í faðmi þingeyska dalsins á öflu búi þar sem lambær beittu sér í fjallinu, kýr komu út úr fjósi eftir morgunmjaltir, hænur vöppuðu um í varpanum og lagt var á hrossin og riðið út dalinn í kvöldsólinni. Á vetrum var ég eins og önnur börn sveitarinnar í heimavistarskóla, frá 8-18 ára, lengst í Stórutjarnarskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1981. Síðar sótti ég nám í Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands, lauk námi og fékk starfsleyfi sem klínískur sálfræðingur um fimmtugt.

Kristín Linda á þrjá fullorðna syni með fyrrverandi eiginmanni, Sigurði Árna Snorrasyni: Ástþór Örn bónda í Miðdal í Skagafirði, hans kona er Svana Ósk Rúnarsdóttir bóndi. Þau eiga þrjú börn Lilju Dóru fædd: 2011 látin: 2013, Viktor Árna f. 2014 og Sóldísi Tinnu f. 2017. Halldór Loga flugmann og viðskiptafræðing Garðabæ, kona hans er Hrafney Svava Þorsteindóttir náms og starfsráðgjafi og dætur þeirra Svanhvít Linda f. 2019 og Bjartey Rún 2021. Jón Fjalar Árnason nema og verslunarstjóra. Maður Kristínar Lindu er Jens Sigurðsson yfirvélstjóri á Sighvati GK 57 í Grindavík.

“Ég kýs að lifa litríku lífi og hef nokkrum sinnum breytt hressilega til á lífsveginum.” Ég hef meðal annars unnið í skógrækt í Vaglaskógi, sem þjónn á Bautanum á Akureyri, á hótelum og í sláturhúsi. Var bankastarfsmaður á Akureyri í átta ár og blaðamaður hjá Degi á Akureyri í fimm og svo var ég kúabóndi í Miðhvammi í Aðaldal í Þingeyjarsýslu í 15 ár. Á þeim árum tók ég virkan þátt í félagsmálum og baráttu bænda og var m.a. formaður Félags þingeyskra kúabænda og sat í stjórn Landssambands Kúabænda í sex ár. Síðustu tíu ár hef ég búið í Reykjavík og er sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá eigin sálfræðistofu Huglind ehf. í Reykjavík. Ég varð sálfræðingur á miðri ævi af því að það kom svo sterkt til mín þessi hugsjón að hjálpa fólki að blómstra á ný eftir erfiðleika. Það er svo dýrmætt að við öll náum að nýta og njóta lífsins á okkar hátt, sigla gegnum öldurnar og ná að njóta blíðunnar gefur, en festumst ekki í gráma og depurð. Þar getur fagleg þekking sálfræðinnar sannarlega gert gæfu muninn. Samhliða þessu hef ég ritstýrt tímaritinu Húsfeyjunni sem Kvenfélagasamband Íslands gefur út fjórum sinnum á ári samfellt í 19 ár. Húsfreyjan er hluti af menningu og sögu íslenskra kvenna og þar með þjóðarinnar og það hefur verið virkilega áhugavert að stýra henni þessa tvo áratugi.

Í starfi mínu sem sálfræðingur sinni ég því fólki sem er að fara í gegnum erfið tímabil á lífsleiðinni. Þeim sem vilja bæta eigin heilsu, líðan og lífsgæði og efla sjálfan sig. Við glímum öll einhvertíman við erfiðleika, vansæld og heilsubrest eða áföll og þá er sjálfsagt að leita sér faglegara hjálpar til að ná fyrr bata og betri líðan. Ég held líka fyrirlestra og námskeið um líðan, lífsgæði, streitustjórnun, heilsueflingu, stöðumat og stefnumótun í eigin lífi svo eitthvað sé nefnt. Í Endurmenntun Háskóla Íslands og fyrir vinnustaði, hópa og samtök. Námskeið sem ég held á Spáni í samvinnu við Ingu Geirsdóttur fararstjóra hjá Skotgöngu fyrir konur 40 ára og eldri eru afar vinsæl Þetta eru viku námskeið ýmist á Albír eða Tenerife, alvöru námskeið byggð á visindum sálfræðinnar en líka hagnýt og skemmtileg auk þess sem í boði eru gönguferðir og skoðunarferðir.

Lífið er allt í tímabilum og þar með áhugamálin og tómstundirnar. Áratugum saman nýtti ég sæla sumardaga til að ferðast á hestbaki á Norðurlandi. Það er einstök upplifun að ríða þingeysku heiðarnar og dalina. Ég upplifið sannarlega að vera drottning um stund, á hestbaki á góðum hestum. Síðasta áratug hafa hinsvegar annarskonar ferðalög verið á dagskránni. Ég tók mig til og fór að ganga í náttúrunni og njóta hennar þannig. Bæði dagsdaglega í nágrenninu og svo hef ég líka m.a. gengið á Stöndum og Laugarveginn, í Austurrísku ölpunum, pílagrímaleiðina til Rómar og eftir Jakobsveginum á Spáni. Hluti af stefnunni minni að lifa litríku lifi er líka að njóta menningar. Lesa, horfa á valið myndefni, hlusta á tónlist og fara á tónleika, í leikhús og á listasýningar. Fyrir þremur árum lenti fyrir tilviljun á námskeið í olíumálun hjá Þuríði Sigurðardóttur myndlistarkonu. Ég sem hafði hvorki málað neitt né teiknað frá því ég var barn en teningnum var kastað, ég elska að leika mér á minn litríka og barnslega, naiviskahátt með eigin hugmyndir á striganum og myndirnar eru mín sýn á náttúruna, fjöll, fossa og ár og okkur konur.

Mér er það vel ljóst, sem sálfræðingi sem starfa við að aðstoða fólk á lífsins vegi, að þó það taki sannarlega sextíu ár að verða sextug þá er framundan stór kafli. Árin þrjátíu milli sextíu og níutíu eru ekkert færri en árin milli þrítugs og sextugs svo það er margt í vonum ef líf og heilsa endist og sannarlega spennandi að hafa það áfram sem leiðarljós að lifa litríku lífi og láta gott af sér leiða.

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top