Tvö hundruð manns mættu á stofnun Aðdáendaklúbbs Jane Austen

Þann 23. Janúar 2025 stóð Kristín Linda fyrir stofnun, Aðdáendaklúbbs Jane Austen á Íslandi í samvinnu við Bókasafn Kópavogs. Fjölmargir aðdáendaklúbbar Jane eru starfandi víðsvegar um heiminn og nú er búið að stofna Aðdáendaklúbb Jane á Íslandi.

Tvö hundruð manns mættu á stofnun Aðdáendaklúbbs Jane Austen

Hin þekkti enski rithöfundur Jane Austen hefði orðið 250 ára í ár og af því tilefni verða margskonar viðburði henni til heiðurs í Bretlandi og víða um heim. Fjölmargir aðdáendaklúbbar Jane eru starfandi víðsvegar um heiminn og nú er búið að stofna Aðdáendaklúbb Jane á Íslandi. Kristín Linda er formaður klúbbsins en hún er einlægur aðdáandi Jane Austen og nýtur þess að hafa gaman af að grúska í bókum hennar, sögu og samtíma. Hún fékk nokkrar áhugsamar konur til liðs við sig í stjórn Aðdáendaklúbbsins sem nú er orðin fjölmennur á facebook og var formlega stofnaðu á Bókasafni Kópavogs 23. janúar 2025. Þangað mættu 198 manns. Kristín Linda flutti erindi um Jane Austen, lesið var úr verkum hennar og Silja Aðalsteindóttir sem þýddi tvær þekktustu bækur hennar á Íslensku, Hroka og hleypidóma og Aðgát og örlyndi var gerð að heiðusfélaga. Kveikjan að áhuga Kristínar Lindu á Jane Austen var ferð hennar sem leiðsögumanns með Ingu Geirsdóttur hjá Skotgöngu: Í fótspor Jane Austen um England sem farin var í maí 2024, næsta ferð verður í maí 2025. Næsti viðburður klúbbsins verður haldin í samvinnu við Bókasafn Kópavogs 27 mars, allir velkomnir.

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top