Kristín Linda opnaði sálfræðistofu sína Huglind í Fjölheimum á Selfossi í ágúst sem leið.
Síðan hefur fjöldi fólks sótt þangað handleiðslu, ráðgjöf og sálfræðimeðferð frá Selfossi og úr nágreninu. Því betur er tíðarandinn þannig að fólk kýs að sækja sér faglega ráðgjöf, aðstoð og hjálp þegar erfiðleikar koma upp og lífið er snúið. Bæði koma einstaklingar á eigin vegum og fyrir atbeina stofnana og vinnustaða vegna atburða og erfiðleika sem upp koma.
Sjálfsagt er að leita til Kristínar Lindu með því að senda tölvupóst á kristinlinda@huglind.is.