Kæru aðdáendur Jane Austen hafin er undirbúningur að stofnun Aðdáendaklúbbs Jane Austen á Íslandi. Um heim allan er fjöldi aðdáendaklúbba Jane starfandi og nú er komið að okkur íslendingum, sem dáum hana, bækur hennar og heim.

Búið er að stofna facebook síðuna: JANE AUSTEN AÐDÁENDAKLÚBBUR, samskiptasvæði fyrir aðdáendur Jane Austen á Íslandi. Jane Austen 1775-1817. Þar er gaman að fylgjst með og deila öllu mögulegu er varðar Jane Austen.
Ef þú ert aðdáandi Jane Austen endilega fylgstu með síðunni og taktu þátt.

Vorið 2024 efndi Kristín Linda ásamt Ingu Geirsdóttur hjá Skotgöngu  til kvennaferðar til Englands í fótspor Jane Austen. Kristín Linda sá um fræðslu og námskeið um Jane en Inga um allt skipulag ferðarinnar.  Mikil ánægja var með ferðina og nú standa bókanir yfir í næstu ferð vorið 2025. 

Í framhaldi af þessu hefur Kristín Linda nú ákveðið að efna til áhugaverðs verkefni til heiðurs Jane Austen í samvinnu við  Bókasafn Kópavogs á næsta ári. Fyrsti viðburðinn verður 16 janúar, nánar auglýst síðar.

Nýjustu greinarnar

Á döfinni

Scroll to Top