Ekki fljóta bjargarlaus í neikvæðum straumi. Við höfum þessi fimm skilningarvit, sjón, heyrn, lykt, bragð og snertiskyn, hugsun út í það og virkilega nýtum þau til að taka inn það góða en ekki bara hvað sem er!
Horfðu í kringum þig og virkilega leitaðu uppi það sem er fallegt bæði í raunheimum, náttúru, listum og öllu milli himins og jarðar, líka á skjám. Hlustaðu á það sem gleður og byggir upp bæði í náttúrunni, umræðum, tónlist og hljóðbókum og þáttum. Skynjaðu mýkt, yl og skerpu með eigin snertiskyni, gerðu þér far um það, snertu þannig að þú takir eftir og það bæti líf þitt! Komdu ilmi inn í líf þitt, já leitaðu eftir því og taktu eftir hvort sem það af mat, ilmkerti eða hafi. Bragðaðu markvisst á því sem gleður bragðlaukana á fjölbreyttan hátt, FYRSTU ÞRÍR BITARNIR gefa mesta upplifun svo fjölbreytni er lykill að margskonar jákvæðum bragðupplifunum.
Svo höfum við heilann, töfrandi græju sem þú getur tamið svo hún nýtist þér til að rifja upp í tómi dagsins það góða sem þú hefur upplifað og verður dýrmætur jákvæður banki í minninu. Þú getur tamið þér að sækja í hann aftur og aftur þér til gleði og heilsubótar það gefur þér ró, sátt, gleði, sælu og þakklæti í sál.
Gangi þér vel !!